Sunna Fasteignasala og Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasala kynna einstaklega vel skipulagða og fjölskylduvæna, 5 svefnherbergja íbúð á efstu hæð með stæði í lokaðri bílageymslu við Austurströnd 10 á Seltjarnarnesi.*** Eignin er seld með fyrirvara ****
Eignin er skráð 139,2 fm. skv. fasteignaskrá HMS, þar af er geymslan 6,7 fm. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, 5 svefnherbergi, stofu, borðstofu og eldhús, baðherbergi og stórt yfirbyggt svæði á svölum (ekki inni í fm tölu) og er því í raun nær 155 fm. af nýtanlegu rými.
Nánari lýsing;
Komið er inn í opna forstofu/hol með fataskápum og áfram inn í svefnherbergisgang / álmu með fjórum svefnherbergjum í röð, öll með gluggum mót suðri, skápar í öllum herbjergjum nema því innsta, nýlegt gólfefni (2015).
Stórt og opið alrými rúmar setustofu, borðstofu og góða tengingu við eldhús sem er næst borðstofu. Eldhúsið er með sérsmíðaðri innréttingu frá Trésmiðjunni Jari frá árinu 2015, þar er ágætt skápa- og bekkpláss, veggfast barborð við enda eldhússins. Stofurnar eru bjartar með gluggum mót n-vestri og frábæru útsýni út á sjó og yfir grandann.
Nýlega var byggt yfir stórar svalir með góðum og vel einangruðum gluggum og ofnum og myndaðist þar ca 20 fm. viðbótar íverurými sem nýtist vel sem samverurými enda ofnar og þetta er rými sem ekki eru inni í skráðri stærð íbúðarinnar.
Fimmta herbergið er rúmgott með góðum fataskápum, það er staðsett næst stofunni.
Baðherbergi er rúmgott, nýlega uppgert, þar er sérsmíðuð innrétting, upphengt salerni og góður “walk-in” sturtuklefi. Til staðar eru lagnir til að tengja þvottavél og þurrkara en einnig er sameiginlegt þvottahús fyrir íbúðir á efstu tveim hæðunum staðsett á 5. hæðinni.
Stórar svalir meðfram austurhlið hússins hafa verið yfirbyggðar á vandaðan máta með
Góð aðkoma er að húsinu bæði frá Austurströndinni að norðanverðu og ekki síður frá Skólabraut að sunnanverðu, þar er inngangur inn í sameign á 3ju hæð.
Geymsla íbúðarinnar er í sameign á 2. hæð og þar er einnig sameiginleg vagna- og hjólageymsla. Stæði í lokaðri bílageymslu er vel staðsett nálægt innkeyrslunni.
Húsið er einstaklega vel staðsett með tilliti til skóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og verslunar og þjónustu.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða [email protected] Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.