SUNNA FASTEIGNASALA býður upp á faglega, trausta og persónulega þjónustu þegar kemur að því að taka fasteignir í sölumeðferð. Viðskiptavinir okkar geta verið vissir um að þeim verði boðið upp á vandað kauptilboðsferli og vandaða skjalagerð, auk faglegrar ráðgjafar sem byggir á reynslu og þekkingu. Margt er hægt að forðast í fasteignakaupum með því að vanda til verka frá upphafi. Ferlið þarf að vera vel undirbúið, verðmat þarf að vera rétt og sanngjarnt, ástand eignarinnar upplýst og öll gögn yfirfarin.
Hjá okkur starfa reynslumiklir fasteignasalar sem veita úrvals þjónustu og eru öllu vanir.
Eigendur Sunnu eru tveir; Marta Jónsdóttir, lögfræðingur og lögg.fasteignasali, og Þóra Birgisdóttir, M.Sc. í fjármálum fyrirtækja og lögg. fasteignasali. Skjalagerðin er í höndum Mörtu og söluþjónustan er í höndum Þóru. Báðar hafa þær áralanga reynslu og búa yfir mikilli þekkingu sem nýtist viðskiptavinum Sunnu í öllum þeim aðstæðum sem upp geta komið við sölu á fasteignum.